Haukar lögðu ÍR í kvöld í 16. umferð Dominos deildar karla, 104-94. Eftir leikinn eru ÍR í 9. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Haukar eru sem áður í 12. sætinu með 10 stig.

Gangur leiks

Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik leiksins. Eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með 4 stigum, 28-24, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan jöfn, 51-51.

Í upphafi seinni hálfleiksins náðu gestirnir úr Breiðholtinu að vera skrefinu á undan, leiða með 4 stigum fyrir lokaleikhlutann, 76-80. Í honum fundu heimamenn svo kraftinn aftur, lokuðu leiknum með laglegum 28-14 fjórðaleikhluta og niðurstaðan því 10 stiga Haukasigur, 104-94.

Atkvæðamestir

Hansel Atencia var bestur í liði Hauka í dag, skilaði 25 stigum og 8 stoðsendingum á nákvæmlega 32 mínútum spiluðum. Fyrir gestina var Evan Singletary bestur með 23 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar.

Hvað svo?

Haukar heimsækja KR komandi sunnudag 25. apríl á meðan að ÍR fær Keflavík í heimsókn degi seinna.

Tölfræði leiks