Höttur lagði Þór í Höllinni á Akureyri í 19. umferð Dominos deildar karla, 83-84. Höttur er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar, með 12 stig líkt og Haukar og Njarðvík, en eiga innbyrðis á bæði liðin. Þórsarar eru í 7.-8. sætinu með 16 stig líkt og Grindavík.

Hérna er tölfræði leiksins

Karfan spjallaði við hetju Hattar, Eystein Bjarna Ævarsson, eftir leik í Höllinni, en hann gerði út um leikinn með því að stela boltanum af heimamönnum í lokasókn þeirra.

Viðtal / Sæbjörn Þór