Elvar Már Friðriksson og Siauliai lögðu í kvöld lið Pieno Zvaigzdes í úrvalsdeildinni í Litháen, 103-90. Eftir leikinn eru Siauliai í 7. sæti deildarinnar með 11 sigra og 19 töp það sem af er tímabili.

Elvar Már skilaði gjörsamlega stórkostlegri frammistöðu fyrir liðið í dag. Á 31 mínútu spilaðri setti hann 33 stigum, frákasti, 12 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Í heildina var hann með 51 framlagsstig í leiknum, en hann var einkar skilvirkur, klikkaði ekki á skoti í leiknum.

Tölfræði leiks