Elvar Már Friðriksson og Siauliai unnu sinn fjórða leik í röð í kvöld er liðið lagði Lietkabelis í úrvalsdeildinni í Litháen, 97-87. Eftir leikinn er Siauliai í 7. sæti deildarinnar með 10 sigra og 18 töp það sem af er tímabili.

Á 36 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 23 stigum, 2 fráköstum og 11 stoðsendingu. Næsti leikur Siauliai er gegn Prienai þann 18. apríl

Tölfræði leiks