Elvar Már Friðriksson og Siauliai lögðu í kvöld Juventus í úrvalsdeildinni í Litháen, 86-90. Þegar tæplega hálf mínúta var eftir setti Elvar Már þrist sem kom liðinu yfir í 86-88 og fór ansi langt með að vinna leikinn. Siauliai verið í tíunda sæti deildarinnar allt tímabilið, en fara með sigrinum í það níunda, með átta sigra og átján töp.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 19 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Siauliai er þann 10. apríl gegn liðinu í 8. sæti, Alytaus Dzukija.

Tölfræði leiks