Kristinn Pálsson tryggði Grindvíkingum sigur gegn ÍR í HS Orku Höllinni með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út, 79-76.

Nánar má lesa um leikinn hér.

Karfan ræddi við hinn efnilega Braga Guðmundsson leikmann Grindavíkur sem var í stóru hlutverki í sigri kvöldsins.

“Ég er í skýjunum eftir þennan sigur – þetta var rosaleg karfa hjá Kidda,” sagði hinn 17 ára gamli og stórefnilegi leikmaður Grindvíkinga, Bragi Guðmundsson eftir leik og bætti þessu við: 

„Það vantaði þrjá byrjunarliðsleikmenn hjá okkur. En þá stigu upp menn sem fá vanalega ekki að spila svona mikið, og allur hópurinn þjappaði sér saman og sýndi hversu stórt hjartað í liðinu er – Grindavíkurhjartað er sterkt. Þetta var frábær sigur og mikilvægur og nú er bara að halda áfram á þessari braut; halda áfram að spila vel, berjast eins og ljón og þá getum við gert virkilega góða hluti.”

Viðtal / Svanur Snorrason