Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í TD Garðinum í Boston lágu heimamenn í Celtics fyrir Philadelphia 76ers, 106, 96. 76ers eftir leikinn í efsta sæti Austurstrandarinnar með 69% sigurhlutfall á meðan að Celtics eru í 8. sæti sömu deildar með 49% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir 76ers í leiknum var Joel Embiid með 35 stig og 6 fráköst. Fyrir Celtics var það Jayson Tatum sem dróg vagninn með 20 stigum.

Það helsta úr leik Celtics og 76ers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Los Angeles Lakers 110 – 101 Toronto Raptors

Chicago Bulls 113 – 97 Indiana Pacers

New Orleans Pelicans 107 – 123 Atlanta Hawks

Philadelphia 76ers 106 – 96 Boston Celtics

Memphis Grizzlies 124 – 112 Miami Heat

Detroit Pistons 119 – 134 Denver Nuggets

Milwaukee Bucks 121 – 122 Golden State Warriors

Portland Trail Blazers 116 – 133 LA Clippers