Véfréttin fékk til sín stórsöngvarann, básúnuleikarann og körfuboltaáhugamanninn Valdimar Guðmundsson.

Fyrst var farið aðeins yfir yngriflokkaferilinn, svo í stuðningsmannaferilinn. Stemmninguna í stúkunni og frumsamið pepplag sungið. Þaðan var haldið yfir í Dominosdeildina. Keflavík, Stjörnuna og spáð í spilin fyrir næstu umferð. 

Þá var einnig farið í NBA deildina. Chicago Bulls. LaVine og Coby White. CP3. MVP. Joel Embiid. Austurdeildin. Jokic. Steph Curry. Play-in leikirnir. KD á lyklaborðinu. Utah Jazz. New York Knicks. Fantasy tímabilið og margt fleira

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.