Véfréttin fékk til sín þá Kjartan Atla Kjartanson og Hörð Unnsteinsson. 

Strákarnir fóru yfir það helsta í smittölfræðinni hér heima og möguleg rétt endalok á deildunum. 

Svo óðu þeir um allt í NBA deildinni í rúmar tvær klukkustundir. 

Boston Celtics, New York Knicks, Los Angeles Lakers, Damien Lillard, Chris Paul, Trae Young, Zach Lavine, nýjar hallir, J-Lo, reglubreytingar og margt margt fleira kom við sögu.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.