Baylor Bears lögðu í nótt Gonzaga Bulldogs í úrslitaleik Marsfárs bandaríska háskólaboltans, 86-70. Taka þeir við Virginíu sem meistarar, en þeir unnu síðast 2019. Ekkert mót var haldið í fyrra vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Var þetta í annað skiptið á fjórum árum sem Gonzaga tapar úrslitaleiknum, en þeir höfðu fyrir leik næturinnar ekki tapað neinum leik í vetur.

Baylor var að vinna titilinn í fyrsta skiptið, en áður höfðu þeir í eitt skipti farið í úrslit, 1948, þá tapað fyrir Kentucky.

Tölfræði leiks