Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt.

Í American Airlines höllinni í Miami lögðu heimamenn í Heat lið Brooklyn Nets í æsispennandi leik, 107-109. Undir lokin var það flautukarfa framherjans Bam Adebayo sem skildi liðin að, en hana má sjá hér fyrir neðan.

Eftir leikinn eru Nets í 2. sæti Austurstrandarinnar með 67% sigurhlutfall á meðan að Heat eru í 7. sæti sömu deildar með 51% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Nets í leiknum var Landry Shamet með 30 stig, en hann lék heldur meira en hann er vanur þar sem að Kevin Durant meiddist eftir aðeins 4 mínútna leik og tók ekki frekari þátt. Hjá Heat var það Bam sem dróg vagninn með 21 stigi, 15 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Nets og Heat:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 117 – 129 Atlanta Hawks

New Orleans Pelicans 112 – 122 New York Knicks

Brooklyn Nets 107 – 109 Miami Heat

Portland Trail Blazers 101 – 109 Charlotte Hornets

Houston Rockets 114 – 110 Orlando Magic

Oklahoma City Thunder 106 – 112 Toronto Raptors

Sacramento Kings 121 – 107 Dallas Mavericks

Minnesota Timberwolves 105 – 124 LA Clippers