Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Real Canoe máttu þola tap nú í hádeginu með minnsta mögulega mun fyrir Caceres í Leb Oro deildinni á Spáni, 81-80. Liðið keppnir nú að því að halda sæti sínu í deildinni, en þeir eru eftir leikinn í 8. sætinu með einn sigur og níu töp í riðlinum.

Á rúmum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Arnar 5 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hann fékk fimm villur í leiknum og spilaði því tæpum 10 mínútum minna en hann er vanur.

Næsti leikur Real Canoe í deildinni er gegn Oursense þann 9. apríl.

Tölfræði leiks