Landsliðsmaðurinn Arnar Björnsson og Leyma Coruna lögðu í gærkvöldi Palmer Alma í Leb Oro deildinni á Spáni, 65-75. Leyma Coruna eru eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 10 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Leikurinn er sá annar sem Arnar tekur þátt í með liðinu, en hann kom til þeirra frá Real Canoe í sömu deild á dögunum. Á tæpum 6 mínútum spiluðum í leik gærdagsins skilaði hann 2 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Coruna er þann 1. maí gegn HLA Alicante.

Tölfræði leiks