Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Real Canoe máttu þola tap í kvöld fyrir Oursense í Leb Oro deildinni á Spáni. Deildinni var fyrir skemmstu skipt upp í efri og neðri hluta, en Canoe lentu í þeim neðri og er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með einn sigur og tíu tapaða það sem af er.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Arnar 8 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Canoe í deildinni er gegn Burgos þann 23. apríl.

Tölfræði leiks