Haukar lögðu Tindastól í kvöld í 19. umferð Dominos deildar karla, 93-91. Eftir leikinn eru Haukar í 10.-11. sætinu með 12 stig líkt og Njarðvík á meðan að Stólarnir eru í 6. sætinu með 18 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hansel Atencia, hetju Hauka, eftir leik í Ólafssal. Hansel átti sórgott kvöld fyrir Haukana í kvöld, setti 34 stig og gerði út um leikinn með því að stela boltanum af Tindastól í lokasókninni, en slíkt hið sama gerði hann einnig í sigri gegn KR í síðustu umferð.