Íslendingaliðin Morabanc Andorra og Valencia máttu bæði þola tap í dag í ACB deildinni á Spáni. Í fyrri leik dagsins tapaði Andorra fyrir meisturum Baskonia, 68-82. Í þeim seinni lágu Valencia svo fyrir Joventut, 89-102.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leikjunum, en bæði vantaði Martin Hermannsson í lið Valencia og Hauk Helga Pálsson í lið Andorra vegna meiðsla.