Keflavík samdi í dag við þrjá leikmenn liða félagsins í Dominos deildum karla og kvenna. Valur Orri Valsson skrifaði undir tveggja ára samning við karlaliðið og þær Agnes María Svansdóttir og Agnes Perla Sigurðardóttir tveggja ára samninga við kvennaliðið.

Tilkynning:

Það gleður okkur að tilkynna að Valur Orri skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík. Valur hefur verið mikilvægur hlekkur í okkar liði og er orðinn einn af okkar reyndustu leikmönnum og mun reynast okkur vel næstu ár.

Agnes María Svansdóttir og Agnes Perla Sigurðardóttir skrifuðu undir 2 ára samninga við Keflavík sem er mikið gleðiefni. Gríðarlega efnilegar stelpur þar á ferð sem verða án efa lykilleikmenn okkar í náinni framtíð.