Zvonko Buljan gekk upphaflega til liðs við Njarðvík í Dominos deildinni fyrir tímabilið. Eftir aðeins einn leik fyrir áramótin, sem Njarðvík vann í Vesturbænum, var tímabilinu hinsvegar slegið á frest vegna heimsfaraldurs Covid-19. Zvonko losnaði þá undan samning sínum við félagið
Eftir að ljóst var að yrði farið af stað aftur samdi ÍR við Zvonko og hefur hann leikið með þeim síðustu mánuði. Í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað á tímabilinu hefur hann skilað 19 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Karfan lagði fyrir hann 20 spurningar.
Full nafn: Zvonko Buljan
Gælunafn: Z
Aldur: 34
Fæðingarstaður: Split, Króatía

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Ef ég væri ekki í körfubolta, þá væri ég rakari á rakarastofunni minni
Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Hef ekki prófað neitt ennþá
Hvaða lið styður þú? Hajduk Split
Besti körfuboltamaður allra tíma? Toni Kukoc

Hvers saknar þú að heiman? Strandarlífsins
Uppáhalds tónlistarmaður? Rada Manojlovic
Uppáhalds bíómynd? Black Hawk Down
Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Kevin Durant
Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Everage Richardson og Evan Singletary
Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Það er virkilega gott að umgangast mig

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Að vinna bæði bikar og deild í Slóveníu 2014
Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Rodney Glasgow úr Njarðvík. Náði einum leik með honum og fannst við ná saman á vellinum. Frábær manneskja og leikmaður.

Uppáhalds staður á Íslandi? American Bar
Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Hversu agalegir dómararnir eru
Hvar ert þú eftir 5 ár? Heima, á ströndinni að lifa lífinu
Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Sé ekki eftir neinu, lífið snýst um að læra af mistökum