Króatinn Mario Matasovic gekk til liðs við Njarðvík í Dominos deild karla árið 2018. Allar götur síðan hefur hann leikið fyrir félagið, heilla 77 keppnisleiki á þremur tímabilum, en í þeim hefur hann verið að skila 12 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Besti leikur Mario það sem af er þessu tímabili kom í Síkinu á Sauðárkróki þegar að Njarðvík lagði heimamenn í Tindastól með minnsta mun mögulegum í framlengdum leik, 107-108. Þá setti hann 25 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Karfan lagði fyrir hann 20 spurningar.

Full nafn: Mario Matasović

Gælunafn: Super Mario, Rio

Aldur: 27

Fæðingarstaður: Slavonski Brod, Croatia

Mario Mandzukic er einnig frá Slavonski Brod

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Líklega eitthvað í kringum verkfræði eða tölvunarfræði, þar sem ég hef áhuga á því og lærði í háskóla

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Fish & Chips

Hvaða lið styður þú? Dinamo Zagreb, Real Madrid & Arsenal

Besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan

Hvers saknar þú að heiman? Aðallega góða veðursins, vina og fjölskyldu

Meðalhitinn í Slavonski Brod í apríl er 17 gráður

Uppáhalds tónlistarmaður? Á eiginlega engan uppáhalds, en hlusta á allskonar tónlist, líklega samt eitthvað EDM þar sem ég hlusta mest á það

Uppáhalds bíómynd? Bad Boys

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Andre Drummond

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Vegna þess ég vill ekki velja einhvern frekar en annan, segjum þá ég myndi fara með hvaða tveimur sem er úr liði mínu

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Ég var ár í hernum og er með skipstjórapróf

Mario lék með Sacred Heart 2016-18

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Líklega að hafa unnið MAC (Mid-American Conference) titilinn í háskóla og að hafa spilað í Marsfárinu

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Ég myndi velja góðan vin minn Matej Karlovic úr Hetti. Við eigum heima hlið við hlið heima í Króatíu og æfum mikið saman á sumrin, svo ég held það væri gaman að spila með honum aftur (10 ár síðan við vorum síðast í sama liði)

Mario vill fá góðan vin sinn Matej í Njarðtaks-Gryfjuna

Uppáhalds staður á Íslandi? Fór og skoðaði eldgosið, fannst það frábært, líklega eitthvað sem maður upplifir bara einusinni á lífsleiðinni (allavegana við sem erum ekki íslensk)

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Líklega hvað leikurinn er hraður, ástríða stuðningsmanna og umfjöllun fjölmiðla

Hvar ert þú eftir 5 ár? Vonandi er ég ennþá að spila einhverstaðar, eða á einhvern hátt í íþróttum

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Eiginlega engu hingað til, auðvitað eitthvað sem maður hefði geta gert betur, en á sama tíma hefðu hlutirnir geta verið verri líka, svo, ég myndi ekki breyta neinu