Hin bandaríska Kiana Johnson er á sínu þriðja tímabili í Dominos deildinni. Upphaflega gekk hún til liðs við KR fyrir tímabilið 2018-19, en eftir einn vetur þar skipti hún yfir í Val, sem hún hefur leikið fyrir allar götur síðan.

Hjá Val fer hún fyrir stjörnu prýddu liði. Það sem af er tímabili hefur hún skilað 16 stigum, 6 fráköstum, 7 stoðsendingum og 4 stolnum boltum að meðaltali í leik. Valskonur eru samkvæmt veðbönkum taldar lang líklegastar til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn, en eru sem stendur í 1.-2. sæti deildarinnar með 24 stig líkt og Keflavík.

Karfan lagði fyrir hana 20 spurningar.

Full nafn: Kiana Johnson

Gælunafn: Ki

Aldur: 27

Fæðingarstaður: Chicago

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Eitthvað tengt sálfræði, meðferð eða skólaráðgjöf.

Pulsa með útsýni

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Gleymi alltaf nafninu, en það er pulsubarinn í Hafnarfirði, þessi sem er nálægt hafinu.

Hvaða lið styður þú? Öll Chicago liðin

Besti körfuboltamaður allra tíma? Allen Iverson

Hvers saknar þú að heiman? Fjölskyldu og vina. Sakna þess einnig að geta ekki farið að vatninu eða geta keyrt niður Lake Shore Drive og horft yfir borgina

Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna

Uppáhalds tónlistarmaður? Michael Jackson

Uppáhalds bíómynd? Friday, með Ice Cube og Chris Tucker

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Allra tíma, Chanise Jenkins, á Íslandi, Brittanny Dinkins úr Keflavík fyrsta árið mitt

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Dagga, því hún er óslítandi og Ásta, því hún er sterk eins og uxi

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Ég er að skrifa bók sem verður gefin út í sumar. Ég er góð að teikna og hef áhuga á tísku. Er einnig að vinna í að setja saman gott skósafn.

Kiana leiddi Virginia Union til titilsins 2016

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Að vinna CIAA meistaratitilinn

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Eini leikmaðurinn sem mig langaði að spila með er komin í Val, Hildur Björg. Fann það á mér að við myndum spila vel saman, hún er einn besti stóri leikmaður deildarinnar.

Hildur Björg og Kiana ná vel saman

Uppáhalds staður á Íslandi? Finnst best að sitja við sjóinn svo ég geti tapað mér í vatninu.

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Hversu ólíkt leikir hér eru dæmdir, en körfubolti er körfubolti. Ekkert sérstakt ssvosem sem kom mér á óvart.

Hvar ert þú eftir 5 ár? Eftir 5 ár, sé fyrir mér fjölskyldu, verandi hætt í körfubolta, að vinna að góðgerðarstarfi, eigandi fasteign og að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Sé ekki eftir neinu, allt sem ég hef farið í gegnum hefur kennt mér lexíu og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.