Slóveninn Jaka Brodnik kom fyrst í Dominos deildina til Þórs fyrir tímabilið 2018-19. Frá Þorlákshöfn lá leiðin í Skagafjörðinn, þar sem hann hefur leikið með Tindastól síðustu tvö tímabil.

Í 15 leikjum það sem af er þessu tímabili hefur Jaka skilað 14 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum á að meðaltali um 31 mínútu í leik.

Full nafn: Jaka Brodnik

Gælunafn: Brody

Aldur: 29

Fæðingarstaður: Ljubljana, Slóveníu

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Væri í einhverju tengdu bílum.

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Hamborgari á DJ Grill á Akureyri.

DJ Grill er á Strandgötunni á Akureyri

Hvaða lið styður þú? Erfitt þessa dagana, en Arsenal í fótbolta. Í körfubolta er það Real Madrid, hef gaman af því að horfa á evrópskan körfubolta, jafnvel 3 á 3, en í NBA styð ég góða vini mína Jusuf Nurkic hjá Portland, Goran Dragic hjá Miami og Luka Doncic hjá Dallas.

Besti körfuboltamaður allra tíma? Manu Ginobili

Hvers saknar þú að heiman? Sakna D vítamíns úr sólinni, að halda grillveislu með vinum og fjölskyldu utandyra án þess að það sé rok. Sakna þess reyndar einnig núna að æfa og spila körfubolta eðlilega.

Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury

Uppáhalds bíómynd? The Godfather

Nikola Jokic leikmaður Denver Nuggets

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Erfitt að segja, hef spilað gegn mörgum NBA og EuroLeague leikmönnum, útfrá tölfræði dagsins er það þó líklega Nikola Jokic.

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Auðvelt svar, ef það eru einhver vandræði einhverstaðar, þá nærðu í „Weekend Warrior“ Helga Rafn Viggósson og ef eitthvað kemur fyrir hann þá næ ég í lækninn, Axel Kárason, til að laga hlutina aftur. Ég efast um að þeir tveir þyrftu nokkuð á mér að halda.

Helgi “Weekend Warrior” Viggósson

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Sem barn varð ég tvisvar slóvenskur meistari í sundi. Einn daginn langar mig að skipuleggja óvissuferð fyrir 30 manns hringinn í kringum heiminn. Þá bursta ég tennurnar fimm sinnum á dag.

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Endurkoman með Þór gegn Tindastól fyrir tveimur árum.

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Ætla að svindla, nefni tvo.  Ægi Þór Steinarsson, hann er of fljótur fyrir alla, einnig góður í að leita til og virkja liðsfélaga sína í að keyra boltanum upp völlinn, draga að sér varnarmenn og finna opna skotið. Gífurleg orka sem hann er með á báðum endum vallarins. Hinn væri Hörður Axel Vilhjálmsson, gífurlegur körfuboltaheili. Tekur góðar ákvarðanir og sem leikstjórnandi kaann hann að leiða liðið sitt, kalla rétt kerfi. Finnst þessir tveir báðir hafa meiri áhyggjur af því hvernig liðið spilar heldur en þeir persónulega.

Uppáhalds staður á Íslandi? Að slaka á í Grettislaug.

Grettislaug er í Skagafirði

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Hvað það er hart tekist á og hversu hraður leikurinn er. Frábært hversu ástríðufullir leikmenn og áhangendur eru. Næstum allir leikir eru sýndir beint. Finnst Dominos Körfuboltakvöld og þeir sem eru þar einnig frábærir.

Hvar ert þú eftir 5 ár? Bank bank, ef ég verð án meiðsla, þá verð ég að spila einhverstaðar.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki komið fyrr til íslands. Bara það.