Litháíski og bandaríski framherjinn Dominykas Milka gekk til liðs við Keflavík í Dominos deild karla fyrir tímabilið 2019-20. Setti hann um leið mark sitt á deildina, með 21 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili, en hann var hann framlagshæsti leikmaður deildarinnar.

Þetta tímabil hefur hann svo haldið uppteknum hætti. Í 16 leikjum það sem af er þessu tímabili er hann aftur framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 23 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik, en Keflavík er sem stendur í efsta sætinu, 6 stigum á undan Þór og Stjörnunni sem eru jöfn í 2.-3. sætinu.

Karfan lagði fyrir hann 20 spurningar.

Full nafn: Dominykas Milka

Gælunafn: Dom, er þó þekktur í körfubolta sem Milka, kannski sérstaklega á Íslandi.

Aldur: 28

Fæðingarstaður: Litháen

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Eitthvað í fjármálum eða endurskoðun.

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Hvað sem er sem Soho veitingar eru með í hádeginu.

Hvaða lið styður þú? Styð öll lið sem LeBron James spilar fyrir. Styð einnig New York liðin, Knicks samt frekar en Nets (körfubolta), Giants frekar en Jets (amerískum fótbolta), Yankees frekar en Mets (hafnabolta) og Rangers frekar en Islanders eða Sabres (hokkí)

Besti körfuboltamaður allra tíma? LeBron James

Hvers saknar þú að heiman? Fjölskyldunnar

Uppáhalds tónlistarmaður? Fer mikið eftir skapi, nokkrir af mínum uppáhalds eru Drake, Pop Smoke og Boogie with da Hoodie.

Shawshank Redemption (1994)

Uppáhalds bíómynd? Hef séð svo margar frábærar myndir, en ef ég yrði að velja eina, þá væri það Shawshank Redemption.

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Hef leikið gegn ótrúlega mörgum frábærum leikmönnum á ferlinum, erfitt að nefna einhvern einn. Þeir sem eru þekktastir eru Kyrie Irving, Kemba Walker, DeMarcus Cousins, Tobias Harris, Maurice Harkless, Austin Rivers, Brandon Knight, Michael Carter-Williams og Tristan Thompson. Götuboltinn í New York var líka vinsæll á uppvaxtarárunum, fékk að spila við gosagnir eins og Ryan „Special FX“ Williams og Hugh „Baby Shaq“ Jones þar.

Reggie í leik gegn Stjörnunni

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Ég er alltaf með liðsfélaga sem bakka mig upp bæði inná vellinum og fyrir utan hann. Ef ég verð að velja tvo úr Keflavík, þá veit ég að Reggie Dupree og Hörður myndu án alls vafa bakka mig upp.

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Á vellinum lít ég út fyrir að vera harður og ógnvekjandi, en það er ákkúrat öfugt við það hvernig fjölskylda mín og vinir sjá mig.

Sigursælt lið Christ the King 2010

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Þar sem ég hef ekki enn fengið að vera þess heiðurs aðnjótandi að vinna titil sem atvinnumaður, þá verð ég að segja að stærstu sigrarnir hafi komið loka árið mitt í gagnfræðaskóla. Við unnum alla titla sem í boði voru, bæði í New York borg og í fylkinu. Tilfinningin var eins og við værum að skrifa söguna, vorum eitt besta lið Bandaríkjanna. Keppti með ekki aðeins liðsfélögum mínum þar, heldur bestu vinum.

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Það eru margir góðir leikmenn í Dominos deildinni, en hjarta mínu blæðir bláu í gegn, svo það er erfitt að svara þessari spurningu. Fyrir utan deildina, myndi ég vilja fá Elvar Friðriksson í liðið. Hann myndi taka sig vel út í litum Keflavíkur og myndi passa vel inn í þann hóp sem við erum með.

Vill fá Elvar Már á Sunnubrautina

Uppáhalds staður á Íslandi? Breiðamerkursandur (e. Diamond Beach) og allstaðar þar sem það er góður matur. Ég er mikill aðdáandi ljúffengs heimatilbúins matar.

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Íslenskur körfubolti siglir svolítið undir radarinn, kom mér á óvart hversu samkeppnishæf deildin er og hversu ástríðufullir áhorfendur eru. Aðdáendunum er alls ekki sama og þeir gefa okkur öllum orku upp og niður völlinn.

Hvar ert þú eftir 5 ár? Eftir fimm ár, sé fyrir mér að körfuboltaferillinn sé farinn að róast og einkalífið meira tekið við. Vonandi verð ég kominn með einhverja til að festa ráð mitt með (koma svo konur, ég er klár) Verð líklega á ferðalagi yfir í næsta kafla lífsins, sem vonandi nær að vera jafn góður og þessi.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég vel að sjá ekki eftir neinu. Ég trúi því að allar reynslur manna í lífinu móti þá og geri þá að þeim persónum sem þeir eru. Svo, ég trúi ekki á góðar eða slæmar reynslur, sé þetta allt sem tækifæri til að læra.

Mynd / Frosty