Hin bandaríska Alyesha Lovett gekk til liðs við Hauka í Dominos deildinni í byrjun tímabils. Í 15 leikjum spiluðum hefur hún skilað 19 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur liðinu einnig gengið vel, unnið 11 af þessum 15 leikjum og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar, aðeins einum sigurleik fyrir aftan Val og Keflavík sem deila 1.-2. sætinu.

Karfan lagði fyrir hana 20 spurningar.

Full nafn: Alyesha Elizabeth Lovett

Gælunafn: Love eða Lovett

Aldur: 27

Fæðingarstaður: Newark, New Jersey

Newark er einnig þekkt sem Brick City

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Líklega í þjálfun, eða rekstri, ætti mitt eigið íþróttahús

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Ekkert sérstakt

Hvaða lið styður þú? Mér dettur ekkert sérstakt í hug, en ég myndi segja að ég styddi öll kvennalið. Við fáum ekki næga viðurkenningu fyrir það sem við leggjum á okkur daglega. Það á að sýna kvennaliðum virðingu.

Besti körfuboltamaður allra tíma? Kobe Bryant

Kobe Bryant fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers

Hvers saknar þú að heiman? Fjölskyldu og vina

Uppáhalds tónlistarmaður? Ákkúrat núna myndi ég segja Jazmine Sullivan

Uppáhalds bíómynd? Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum, það er mjög erfitt að velja eina

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Sá besti sem ég hef spilað á móti er WNBA leikmaðurinn Courtney Williams.

Courtney Williams leikmaður Atlanta Dream

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Erfitt að segja, en ef ég yrði að velja, þá myndi ég segja Þóra og Sara.

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Ég ætlaði að verða frjálsíþróttamaður, bara gat ekki hætt í körfubolta, þá er ég einnig mjög góð í tennis. Vann tennis titla þegar ég var í skóla. Langaði einnig mikið að verða fimleikakona, en var alltof stór til þess að það gengi upp.

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Stærsti sigurinn minn kom þegar að ég spilaði fyrir Cincinnati háskólann gegn Central Florida. Undir lokin, með fimm sekúndur eftir, settu þær skot og komust einu stigi yfir, 48-49. Liðsfélagi minn var fljótur að taka boltann inn, gaf á mig, ég keyrði upp allan völlinn og setti sniðskot um leið og klukkan rann út. Frábær stund sem ég gleymi aldrei.

Alyesha lék með Cincinnati 2011-16

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Það er mjög erfitt að velja eina. Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Dominos deildinni. Ég kann vel við liðsfélaga mína og það er gott að fá að keppa með þeim að titlinum.

Uppáhalds staður á Íslandi? Uppáhalds staðurinn minn er hvar sem liðsfélagar mínir eru, þeir gera allt skemmtilegra. Fæ vonandi á einhverjum tímapunkti að fara og njóta Bláa Lónsins, það gæti farið í uppáhald.

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Erfitt að segja að nokkuð hafi komið mér á óvart. Fannst ég ekki fá raunverulegu íslensku stemminguna þar sem áhorfendur voru bannaðir vegna Covid.

Hvar ert þú eftir 5 ár? Sé sjálfa mig fyrir mér í einhverjum rekstri, sem þjálfari, einkaþjálfari og sem hvatninga ræðumaður fyrir konur í íþróttum.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Sé ekki eftir neinu. Allt sem hefur gerst hefur gert það fyrir ástæðu. Er þakklát fyrir allar lífsins lexíur því þær hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.