Dregið var í 16-liða úrslit VÍS-bikarkeppni karla og kvenna í höfuðstöðvum KKÍ fyrr í dag, en drátturinn var í beinni útsendingu á Facebook síðu VÍS.

Fimm úrvalsdeildarslagir eru í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla en þar ber helst að nefna leik ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar og síðasta liðsins til að vinna Íslandsmeistaratitil, KR.

Í VÍS-bikar kvenna eru þrír úrvalsdeildarslagir, en sama staða er uppi á teningnum kvennamegin þar sem ríkjandi bikarmeistarar Skallagríms mæta síðustu Íslandsmeisturunum í kvennaflokki, Val.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Forkeppni fyrir undankeppni VÍS-bikars karla (leikið 9. apríl):

Skallagrímur-Hamar

Undankeppni VÍS-bikars karla (leikið 18. apríl):

Selfoss-Vestri

Sindri-Skallagrímur/Hamar

Álftanes-Fjölnir

Breiðablik-Hrunamenn

16-liða úrslit VÍS-bikars karla (leikið 22. apríl):

Stjarnan-KR

Höttur-Keflavík

Tindastóll-Álftanes/Fjölnir

Haukar-Þór Akureyri

ÍR-Þór Þorlákshöfn

Njarðvík-Valur

Grindavík-Breiðablik/Hrunamenn

Selfoss/Vestri-Sindri/Skallagrímur/Hamar

16-liða úrslit VÍS-bikars kvenna (leikið 21. apríl):

Stjarnan-Tindastóll

Haukar-Hamar/Þór

Keflavík b-Vestri

Valur-Skallagrímur

KR-ÍR

Grindavík-Njarðvík

Keflavík-Snæfell

Fjölnir-Breiðablik