Viðar um fyrirhugaða breytingatillögu “Er pælingin að bæta íslenskan körfubolta, þróa leikmenn og hafa mikil gæði eða að ættingjar og vinir fái að keppa í efstu deild”

Nú um helgina verður haldið ársþing KKÍ þar sem kosið verður um breytingu á reglu um erlenda leikmenn í efstu deildum karla og kvenna. Eru það höfuðborgarsvæðis-félögin Valur, Stjarnan, KR og Haukar sem leggja tillöguna fram.

Þjóðernistillaga höfuðborgarfélaganna yrði að hörðustu takmörkunum Norðurlandanna í leikmannamálum

Keflavík mun hafna þjóðernistillögu höfuborgarfélaganna “Fyrst og fremst þurfa lið að horfa í sitt eigið starf”

Ný tillaga höfuðborgarfélaganna leggur til litla breytingu á „gömlu“ 4+1 reglunni, eða að í stað þess að fjórir íslenskir leikmenn þurfi að vera á vellinum, verði þeir nú aðeins þrír. Tillaga sem, ef samþykkt, mun óumdeilanlega mismuna leikmönnum eftir þjóðerni innan evrópska efnahagssvæðissins líkt og 4+1 gerði á sínum tíma og ekki samræmast kröfu um frjálst flæði vinnuafls.

Viðar Hafsteinsson þjálfari Dominos deildar liðs Hattar tjáði sig á samfélagsmiðlum í gær um fyrirhugaða breytingu. Færsluna má í heild lesa hér fyrir neðan, en í henni veltir hann meðal annars upp þeirri spurningu hvort að hugsunin sé að bæta íslenskan körfubolta, eða hvort hún sé til þess gerð að vinir og ættingjar fái mínútur í leikjum.