Í Stykkishólmi mættust Snæfell og Valur í Dominosdeild kvenna. Í bæði lið vantaði mikilvæga leikmenn en gaman var að sjá að Hildur Björg var komin aftur á parketið eftir höfuðhögg sem hún hlaut á dögunum.

Leikurinn var hraður og skemmtilegur, liðin greinilega að njóta þess að fá áhorfendur á pallana. Valskonur höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og voru að hitta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell var þó aldrei langt á eftir og börðust fram á síðasta blóðdropa.

Lokatölur urðu 69-81 fyrir gestina frá Hlíðarenda.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Umfjöllun, viðtöl / Gunnlaugur Smárason

Karfan.is spjallaði við þjálfara beggja liða eftir leikinn og spurði þá út í leik sinna liða.