Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í TD Garðinum í Boston lágu heimamenn í Celtics fyrir Utah Jazz, 117-109. Eftir leikinn eru Jazz sem áður í efsta sæti Vesturstrandarinnar með 74% sigurhlutfall á meðan að Celtics eru í sjötta sæti Austurstrandarinnar með 51% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Jaylen Brown með 28 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir gestina frá Utah var það Rudy Gobert sem dróg vagninn með 16 stigum, 12 fráköstum og 4 vörðum skotum.

Það helsta úr leik Celtics og Jazz:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Minnesota Timberwolves 121 – 137 Los Angeles Lakers

Utah Jazz 117 – 109 Boston Celtics

Cleveland Cavaliers 98 – 113 Miami Heat

New York Knicks 96 – 99 Philadelphia 76ers

Oklahoma City Thunder 102 – 123 Chicago Bulls

Atlanta Hawks 119 – 107 Houston Rockets

New Orleans Pelicans 124 – 125 Portland Trail Blazers