12. umferð Dominos deildar karla kláraðist í kvöld með tveimur leikjum.

Í fyrri leik kvöldsins vann Þór heimamenn í Haukum nokkuð örugglega. Þá bar Stjarnan sigurorð af Val í seinni leiknum.

Þór og Stjarnan eru jöfn að stigum eftir leiki kvöldsins, bæði með 18, í 2.-3. sæti deildarinnar. Valur er öllu neðar í deildinni, í 9.-10. sætinu með 8 stig og Haukar í 12. sætinu með 4 stig.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Haukar 100 – 116 Þór

Stjarnan 90 – 79 Valur