Leikmaður íslenska landsliðsins og Casademont Zaragoza, Tryggvi Snær Hlinason, hefu verið valinn leikmaður 20. umferðar ACB deildarinnar á Spáni.

Í umferðinni léku Zaragoza gegn Urbas Fuenlabrada, en á tæpum 28 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi 24 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum, þar sem hann var með 92% skotnýtingu.

Leikurinn fór fram þann 16. janúar, en vegna frestana var valið ekki gert opinbert fyrr en í gær.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leiknum: