Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld Brose Bamberg í Meistaradeild Evrópu, 77-65. Zaragoza eru sem stendur búnir að vinna báða leiki sína í 16 liða riðlakeppni deildarinnar og eru því í efsta sæti L riðils.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 4 stigum, 3 fráköstum og 3 vörðum skotum. Næsti leikur Zaragoza í Meistaradeildinni er gegn ERA Nymburk þann 16. mars.

Tölfræði leiks