Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Dinamo Sassari í Meistaradeild Evrópu, 83-95. Zaragoza er nú í öðrum fasa deildarkeppni Meistaradeildarinnar, en leikur kvöldsins var sá fyrsti sem leikinn er í eþim hlut og eru þeir því efstir í sínum riðli.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 4 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 4 vörðum skotum. Næsti leikur Zaragoza í Meistaradeildinni er 10. mars gegn þýska liðinu Brose Bamberg.

Tölfræði leiks