Tryggvi Snær Hlinason og Casademont máttu þola 5 stiga tap í kvöld fyrir Joventut í ACB deildinni á Spáni, 95-100. Eftir leikinn er Zaragoza í 11. sæti deildarinnar með 10 sigra og 13 töp það sem af er tímabili

Tryggvi hafði frekar hægt um sig í leik kvöldsins. Á um 11 mínútum spiluðum komst hann ekki á blað í stigaskorun, en hann skilaði tveimur fráköstum í leiknum. Næsti leikur Zaragoza í deildinni er þann 13. mars gegn stórliði Barcelona, en ekki er ólíklegt að Tryggvi fái þar að mæta fyrrum stjörnuleikmanninum og NBA meistaranum Pau Gasol, sem nýlega gekk til liðs við félagið.

Tölfræði leiks