Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í kvöld fyrir Brose Bamberg í Meistaradeild Evrópu, 117-76. Eftir þrjá leiki í öðrum fasa riðlakeppni Meistaradeildarinnar eru Zaragoza í efsta sætinu, með tvo sigra og eitt tap.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 4 stigum og 7 fráköstum, en hann var frákastahæstur leikmanna Zaragoza í leiknum. Næsti leikur þeirra í keppninni er gegn Dinamo Sassari þann 30. mars.

Tölfræði leiks