Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld Dinamo Sassari í Meistaradeild Evrópu, 105-88. Eftir leikinn eru Zaragoza í efsta sæti L riðils keppninnar, sem er nú í öðrum fasa keppninnar. Þar eru þeir með þrjá sigra og aðeins eitt tap þegar tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni.

Á tæpum 9 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 7 stigum, 5 fráköstum og stolnum bolta. Næsti leikur Zaragoza í keppninni er komandi fimmtudag gegn sterku liði Nymburk.

Tölfræði leiks