Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Cleveland Cavaliers. Meistarar Lakers verið nokkuð fáliðaðir síðustu vikur vegna meiðsla hjá stjörnuleikmannana LeBron James og Anthony Davis, en endurheimtu á dögunum miðherjann Marc Gasol eftir tæplega mánaðar fjarveru á meiðslalistanum.

Eftir leikinn eru Lakers í 4. Vesturstrandarinnar með 63% sigurhlutfall á meðan að Cavaliers eru í 12. sæti Austurstrandarinnar með 38% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Montrezl Harrell með 24 stig og 10 fráköst. Fyrir gestina frá Cleveland var það fyrrum leikmaður Lakers, Larry Nance Jr. sem dróg vagninn með 17 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Lakers og Cavaliers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets 113 – 111 Detroit Pistons

Phoenix Suns 104 – 100 Toronto Raptors

Miami Heat 105 – 110 Charlotte Hornets

Portland Trail Blazers 112 – 105 Orlando Magic

Houston Rockets 101 – 107 Minnesota Timberwolves

Denver Nuggets 113 – 108 New Orleans Pelicans

Indiana Pacers 109 – 94 Dallas Mavericks

Memphis Grizzlies 114 – 117 Utah Jazz

Atlanta Hawks 124 – 108 Golden State Warriors

Cleveland Cavaliers 86 – 100 Los Angeles Lakers

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda