Það var boðið uppá hraðan og skemmtilegan hörkuleik þegar Grindvíkingar lögðu Þór Þorlákshöfn naumlega að velli í HS Orku Höllinni. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins og lokatölur urðu 105-101.

Hérna er meira um leikinn

Þorleifur Ólafsson, leikmaður og aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, var eðlilega sáttur í leikslok eftir sigur í spennuleik:

“Ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn, það var fyrir öllu að ná í stigin tvö. Þessi deild er svo jöfn og góð að hver einasti leikur er einfaldlega eins og bikarleikur – það geta allir unnið alla og eins gott að halda stigasöfnuninni áfram ef við ætlum okkur að vera með. Við erum að verða sterkari, en það voru viss vonbrigði að tapa tveimur síðustu leikjum eftir góðan sigur á Val þar á undan. Vonandi er þessi sigurleikur ávísun á góða frammistöðu liðsins í komandi verkefnum.”

Viðtal / Svanur Snorrason