Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola tap í kvöld í síðasta leik deildarkeppninnar með minnsta mögulega mun, 78-79, fyrir Northwestern Wildcats. Nebraska enda tímabilið í 14. sæti Big Ten deildarinnar, með 7 sigra og 19 töp á tímabilinu.

Á 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 8 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Næst á dagskrá hjá Nebraska er úrslitakeppni Big Ten deildarinnar, en hún hefst hjá þeim komandi miðvikudag 10. mars.

Tölfræði leiks