Þóranna með 11 stig í sigurleik gegn Monmouth Hawks

Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels lögðu í nótt lið Monmouth Hawks í annað skiptið á jafn mörgum dögum í bandaríska háskólaboltanum, 65-51. Eftir leikinn er Iona í 6. sæti MAAC deildarinnar með sex sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Á 13 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna 11 stigum, frákasti, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks