Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur reiknað út stöðu liða Dominos deildar karla eftir fyrstu sextán umferðirnar útfrá því sem í daglegu tali þekkist sem tölfræði fyrir lengra komna (e. advanced statistics) og þekkist víða í hinum stóra heimi körfubolta.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Samkvæmt greiningunni er Keflavík besta lið deildarinnar með 17,5 í Net Rating. Næstir á eftir þeim koma Þór með 10,5 og Stjarnan í því þriðja með 7,1, en þetta eru einu þrjú lið deildarinnar sem eru með jákvæða tölu í þessum flokki. Versta lið deildarinnar eru Haukar með -10,1 í Net Rating, en ekki langt þar undan eru Höttur með -8,3 og Njarðvík þriðja versta liðið með -5,6.

Á sóknarhelmingi vallarins eru Þórsarar bestir, með 3,7 í einkunn, en Stjarnan er ekki langt fyrir aftan þá með 4,2 og Keflavík þriðju bestu sóknina, 4,2. Versta sókn deildarinnar er í Njarðvík, en einkunn þeirra er 9,3 og næst versta sóknin er svo Höttur með 9,1.

Á varnarhelmingi vallarins bera Keflvíkingar svo höfuð og herðar yfir önnur lið, með 1,9 í einkunn. Nokkuð langt undan er Valur með næstbestu vörn deildarinnar það sem af er tímabili með 4,7. Lélegasta vörn deildarinnar það sem af er tímabili er hjá Haukum, en þeir fá 9,0 í einkunn. Næst versta vörnin hingað til hefur verið hjá Grindavík, 9,0.

Þá er þarna einnig að finna útreikninga fyrir hraða liðanna. Samkvæmt töflunni er það Þór sem spilar hraðast með 83,9 sóknir í leik. Næst hraðast spilar Höttur með 82,5. Á hinum endanum eru það Haukar sem spila hægast með aðeins 77,1 sókn í leik og Valur næst hægast, 77,8.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Fyrir frekari útskýringar á flokkum fjórþáttagreiningarinnar er hægt að lesa hér

Hörður var gestur í Boltinn Lýgur Ekki þann 18. mars þar sem farið var yfir fjórþáttagreininguna eftir 15 umferðir og stöðu liðanna í deildinni.