Þór lagði Stjörnuna í kvöld í Dominos deild karla, 92-83. Eftir leikinn eru liðin í 2.-4 sæti deildarinnar með 20 stig líkt og KR.

Gangur leiks

Fyrsti leikhluti var jafn. Stjarnan leiddi samt með góðri nýtingu fyrir utan þriggja stiga, voru að skjóta 62% á móti 33% hjá Stjörnunni. Tómas Þórður heitur í fyrsta, en eftir hann var staðan 21-24. Í öðrum leikhlutanum spilaði Stjarnan hörku vörn. Munurinn 13 stig er liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 33-46.

í upphafi seinni hálfleiksins var um leið ljóst að Larry Thomas og Halldór Garðar Hermannsson ætluðu sér að gera þetta að leik. Á móti virtist sókn Stjörnunnar nokkuð mistæk og eftir aðeins fimm mínútna leik í þeim seinni er munurinn kominn niður í aðeins 2 stig. Heimamenn lát kné fylgja kviði og eru 2 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-60.

Í fjórða leikhlutanum eru heimamenn svo enn með fótinn á bensíngjöfinni. Nokkrir stórir þristar frá Callum Reese Lawson og Emil Karel Einarssyni detta niður og að lokum sigla þeir nokkuð þægilegum 9 stiga sigri í höfn, 92-83.

Kjarninn

Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur. Þar sem að Stjarnan átti fyrri hálfleikinn, en Þór þann seinni. Þórsarar gerðu vel í að vinna niður forskot gestanna í leiknum og sýndu af sér mikinn karakter.

Allt í allt, frekar hraður og skemmtilegur leikur, sem þrátt fyrir það fyrst og síðast einkenndist af góðri vörn á báða bóga.

Tölfræðin lýgur ekki

Þór var að fá gott framlag frá öllum. Fá 38 stig af bekknum á móti 25 hjá Stjörnunni.

Atkvæðamestir

Fyrir Þór var það Adomas Drungilas sem var atkvæðamestur með 10 stig og 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Stjörnuna setti Ægir Þór Steinarsson 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Hvað svo?

Stjarnan fær Hauka í heimsókn með nýjan mann í brúnni og hungraða í að bjarga sér frá falli. Þórsarar fara í Breiðholtið og er ómögulegt að spá um þann leik, en síðast baðst þjálfari ÍR afsökunnar á slökum leik sinna manna.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar