Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Þórs í dag varð umræða um meistaraflokk kvenna, hvort það ætti að koma af stað liði aftur? Stjórnin upplýsti það á fundinum að unnið sé að því að koma á fót kvennaráði körfunnar sem myndi sjá um kvennalið félagsins og skrá það til keppni haustið 2021.

Stjórnin hvetur áhugasama leikmenn sem og þau sem vilja koma að starfi kvennaráðs að hafa samband við Daníel í tölvupósti á danni[@thorsport.is

Meistaraflokkur kvenna lék síðast undir merkjum Þórs tímabilið 2018-2019 og lék liðið þá í 1. deild undir stjórn Helga Rúnars Bragasonar.