Skagamenn tóku í kvöld á móti KV í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi.  Liðin voru fyrir leikinn í neðri hluta deildarinnar, KV í 8. sæti með 4 stig eftir 6 leiki á meðan ÍA var í 10. sæti með 2 stig eftir 3 leiki.  Bæði lið höfðu unnið sína leiki fyrir þennan leik þannig að það var mikið undir fyrir bæði lið að vinna leik kvöldsins til að rífa sig upp töfluna.

Í síðustu 4 leikjum þessara liða innbyrðis hafa liðin unnið sína 2 leikina hvort.

Tímabilið 2018-2019 mættust liðin tvisvar í 2. deildinni og unnu sinn leikinn hvort.  Liðin mættust svo í undanúrslitum úrslitakeppninnar um laust sæti í 1. deild og vann ÍA þann leik.

Liðin mættust aðeins einu sinni á síðasta tímabili vegna áhrifa Covid-19 á framvindu mótahalds, en KV vann þann leik, en þá var leikið á Jaðarsbökkum.

KV var einmitt í hörku toppbaráttu á síðustu leiktíð þegar mótið var flautað af, sátu í 3 sæti, 4 stigum á eftir efsta liðinu sem voru bræður þeirra í KRb, en KV átti 2 leiki inni.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með.  Skagamenn virkuðu samt alltaf eins og þeir væru skrefi á undan en Vesturbæingarnir hleyptu þeim ekki langt undan og staðan var löfn eftir fyrsta leikhluta 31-31.  Í fyrrihluta annars leikhluta náði ÍA að búa sér til smá forskot sem KV saxaði á en ÍA leiddi í hálfleik með 9 stigum, staðan 62-53.

ÍA byrjaði svo seinni hálfleikinn af karfi og voru komnir rúmum 20 stigum yfir, KV menn gerðu þá áhlaup og minnkuðu muninn í 9 stig en ÍA vann að komum þriðja leikhlutann með 10 stigum og fóru inn í loka leikhlutann með 19 stiga forystu.

Í fjórða leikhluta mætti NBAkranes Sirkúsinn á svið Villtu Vesturgötunnar og settu upp sýningu sem KV menn voru ekkert á því að stoppa og lokatölur leiksins urðu ÍA 115 KV 84.

Tvö dýrmæt stig í deildarkeppninni fyrir ÍA.

Hjá ÍA fór mest fyrir Will Thomson sem skoraði 24 stig auk þess að taka 10 fráköst.  Körfuknattleiksmaður Akranes 2020, Aron Elvar Dagsson, kom með nokkar mjög góðar skorpur í leiknum og endaði með 22 stig sem hefði getað orðið fleiri en Aron var í villu vandræðum stóran hluta leiksins og fékk 5. villuna um miðjan fjórða leikhluta.
Sirkússtjórinn Chaz fór mikinn að vanda og skilaði 21 stigi á töfluna auk 10 stoðsendinga og gladdi oft augu viðstaddra.  Gunnar Ólafsson afrekaði flotta tvöfalda tvennu með því að skora 15 stig og taka 16 fráköst og Þórður Freyr átti fínar innkomur og setti 10 stig.

KV megin var Ísar Freyr stigahæstur með 22 stig og 5 stoðsendingar og Skúli Gunnarsson átti flottan fyrrihálfleik og lauk leik með tvöfalda tvennu, 20 stig og 10 fráköst.  Spilandi þjálfarinn Ásmundur Hrafn var með 11 stig og Muggur endaði með 10 stig.

Það sem stóð upp úr í leik ÍA var skemmtanagildi þeirra í leiknum en áhorfendur, hvort heldur sem var í stúkunni eða að horfa á ÍA TV, fengu helling fyrir peninginn, þótt frítt hafi verið inn og útsendingin í opinni dagskrá.

Hjá KV vantaði helst upp á að liðið gaf of mikið eftir í seinni hálfleik, en liðið skoraði 31 stig í fyrsta leikhluta en skorað svo 31 stig í öllum seinni hálfleiknum.

Staðan í deildinni

Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson