KR lagði heimamenn í Selfossi í gær í unglingaflokk karla með minnsta mun mögulegum, 64-65. Undir lokin var það aðeins þriggja stiga karfa sem Hjörtur Kristjánsson setti niður sem að skildi liðin að.

Þegar að það eru fjórar sekúndur eftir af leiknum á KR innkast í stöðunni, 64-62. Boltinn berst til Hjartar sem að setur þrist úr horninu á sama tíma og leikklukkan rennur út og tryggir KR þar með sigurinn, 64-65.

Körfuna er hægt að sjá hér fyrir neðan, en eftir leikinn er KR sem áður í efsta sætinu með sjö sigra úr sjö leikjum á meðan að Selfoss er í fimmta sætinu með tvo sigra og tvö töp.