KR lagði ÍR í kvöld í 11. umferð Dominos deildar karla, 84-91. KR eftir leikinn í 2.-4. sæti deildarinnar ásamt Þór og Stjörnunni með 14 stig á meðan að ÍR er í 5.-8. sætinu með 10 stig líkt og Njarðvík, Grindavík og Tindastóll.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Sigvalda Eggertsson, leikmann ÍR, eftir leik í Hellinum.

Mér hefur fundist ÍR-liðið vera svolítið einstaklingalið…mér hefur vantað betri liðsheild hjá ykkur…

Já…ég skil hvað þú átt við…

…ef við förum í tölfræðina þá á liðið t.d. allnokkuð færri stoðsendingar í leik en flest önnur lið…

Jájá…en við höfum líka átt góða leiki þar sem spilamennskan er góð og mikið af stoðsendingum og oftast þá sigurleikir…Nú finnst mér við vera á uppleið, sérstaklega í þessum leik, gott að fá stuðningsmennina aftur, allt annað andrúmsloft og stemmning. Þannig að það er hægt að byggja á því og mér líður eins og þetta sé á uppleið núna.

Já, ég er sammála þér um það. Og ég held að við séum ekkert að gera of mikið úr því að núna eru komnir áhorfendur og það hjálpar ekki síst varnarlega…

…algerlega…

…að koma þessu andlega svolítið vel í gang…

Já algerlega. Við byrjuðum mjög sterkt í vörn, ég held að það hafi að einhverju leyti verið stemmingunni að þakka og bara læti og hiti í húsinu og svona…það spilar klárlega inní.

EN hins vegar skutu KR-ingar nálægt 50% í þristum og það var kannski fullmikið af opnum skotum sem þeir voru að fá…?

Já… kannski fullmikið, sérstaklega þarna í lokin. En það voru nú mörg líka sem contestuð…en svona er boltinn…

Aðeins um sjálfan þig…Ég verð nú að viðurkenna að ég vissi ekki að þú værir til fyrr en þú dúkkaðir allt í einu upp í ÍR…ég vona að ég sé ekki að móðga þig…

Neinei alls ekki! Ég skil það vel…

Þú hefur verið að gera rosalega vel! Henda í 20 stig og ég veit ekki hvað..

…já takk fyrir það…

…en þú hefur nú kannski ekkert búist við því sjálfur að vera að skora einhver 20 stig í leik að meðaltali…?

Ég kom náttúrulega inn í þetta af krafti og ætlaði standa mig vel í byrjun…

…og þú hefur náttúrulega gert það!

Já það tókst þarna alveg í byrjun. Nú er andinn aðeins búinn að breytast í liðinu og svona…en maður þarf náttúrulega bara að halda haus…

…jájá…

Mér líður eins og að spilamennskan sé að batna og þá koma held ég bara góðir hlutir með því!

Akkúrat. Aðeins um framhaldið, hvernig líst þér á, hver er næsti leikur hjá ykkur?

Það er Tindastóll. Við áttum góðan leik á móti þeim síðast…

…já þið unnuð þá í fyrsta leik…

…það átti að vera svolítið statement-leikur sko…

..og var það kannski fyrir þig líka! Þú varst geggjaður í þeim leik!

Já algerlega, það var alltaf planið! En við sjáum hvernig þetta fer. Þetta er á fimmtudaginn held ég…við þurfum bara að mæta sterkir, það er bara svoleiðis.

Já, og þeir hafa eitthvað að sanna líka má segja…

Já, algerlega og það eru bara öll lið í deildinni sem hafa eitthvað að sanna, eða flest lið allaveganna. Það eru alls konar úrslit í gangi í deildinni þannig að…

Akkúrat, spennandi!

Viðtal / Kári Viðarsson