Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í dag lið Alginet í EBA deildinni á Spáni, 82-62. Valencia er eftir leikinn í efsta sæti E milliriðils með 8 sigra og 1 tap það sem af er.

Á rúmum 16 mínútum spiluðum skilaði Hilmar Smári þremur stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta. Valencia eiga næst leik þann 13. mars gegn Benidorm.

Tölfræði leiks