Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs töpuðu í gærkvöldi fyrir Furman Paladins í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Southern deildarinnar, 58-40.

Á 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sigrún Björg 4 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Chattanooga eru því úr leik í keppninni á meðan að Furman fer áfram í undanúrslitin.

Tölfræði leiks