Lokaleikur 15. umferðar Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld.

Nýliðar Fjölnis fá Breiðablik í heimsókn í Dalhús kl. 19:15. Fjölni gengið vel það sem af er tímabili, eru fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Breiðablik er í sjötta sætinu með 10 stig.

Liðin hafa í eitt skipti mæst áður í vetur. Það var í endaðan september, en þá fór Fjölnir með þriggja stiga sigur af hólmi í Smáranum.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Dominos deild kvenna:

Fjölnir Breiðablik – kl. 19:15