Sara Rún var frábær í sínum fyrsta leik fyrir Hauka í kvöld “Er mjög spennt fyrir þessu”

Haukar lögðu heimakonur í Keflavík í framlengdum leik í kvöld í Dominos deild kvenna, 74-75. Leikurinn sá fyrsti sem Keflavík tapar í vetur, en eftir hann eru þær í öðru sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Haukar eru sæti neðar með 16 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Söru Rún Hinriksdóttur, nýjan leikmann Hauka, eftir leik í Blue Höllinni. Sara Rún kom til landsins fyrir nokkrum dögum og gekk til liðs við Hauka frá Leicester Riders í Bretlandi. Sara átti virkilega góða innkomu í lið Hauka í kvöld, skilaði 19 stigum og 7 fráköstum á rúmlega 30 mínútum spiluðum.