Fyrr í vikunni tilkynntu Haukar að þeir hefðu slitið samstarfi við þjálfara sinn í Dominos deild karla Israel Martin.

Samkvæmt heimildum Vísir.is mun það verða aðstoðarþjálfari liðsins Sævaldur Bjarnason sem mun taka við liðinu, en honum til halds og trausts verða Steinar Aronsson og Kristinn Jónasson.

Sævaldur hefur áður þjálfað lið í Dominos deildinni, en hann tók við Breiðablik, einnig á miðri leiktíð, tímabilið 2009-10. Þá hefur hann einnig þjálfað Fjölnir og Stjörnuna í fyrstu deild kvenna, en því seinna kom hann í Dominos deildina árið 2015.

Haukar eru sem stendur í 12. sæti Dominos deildar karla með 6 stig eftir fyrstu 14 umferðirnar.

Næsti leikur Hauka er annað kvöld gegn Grindavík heima í Ólafssal.