Fyrr á þessu ári fór listamaðurinn Róbert Freyr Ingvason (Frosty) að birta myndir tengdar íslenskum körfubolta á samfélagsmiðlum sínum, Instagram og Facebook. Þá er tónlist hans einnig að finna á Soundcloud og Spotify, en mikið af henni gerir hann ekki undir sínu eigin nafni, heldur fyrir aðra listamenn.

Karfan hafði að sjálfsögðu beint samband við hann, fékk hann til liðs við síðuna, þar sem hans fyrsta verk var að setja saman nýtt útlit fyrir Boltinn Lýgur Ekki. Þá fékk Karfan hann einnig til að svara nokkrum spurningum um hvar áhuginn á grafískri hönnun hafi byrjað og hvernig honum lítist á deildina í ár.

Hvar hófst áhugi þinn á myndum og grafískri hönnun?

“Áhugi minn á grafík hófst þegar ég var um tvítugt. Ég fór að fikta mig áfram og kenna sjálfum mér á ýmis forrit til að vinna myndir og myndbönd. Hef mikið unnið covers fyrir tónlistarsenuna úti og hér heima og hef núna undanfarin tvö ár verið að leita mér að leiðum til að vinna í öðrum hliðum en bara að tónlist. Eins og vinir mínir segja þá hef ég mjög gott auga fyrir listinni og hef haft frá því ég man eftir mér, hef mikla áráttu, þarf að skapa og vinna að nýju efni”

Styrmir Snær – Þór
Hvað kom til að þú byrjaðir að gera körfuboltamyndir?

“Ég er mikill áhugamaður á körfubolta hér heima og úti og mér fannst vanta iconic myndir af strákunum okkar, sem eru sumir hverjir alveg magnaðir. Mér fannst grafíkin á körfubolta-arts úti vera virkilega flott og klárlega eitthvað sem hægt væri að gera í kringum íslenska boltann líka”

Ægir Þór – Stjarnan
Hefur þú fengið góð viðbrögð við því sem þú ert að gera?

“Mjög svo, virkilega gaman að stíga út fyrir þau grapichs sem ég hef unnið að áður, forréttindi að geta blandað saman mínum helstu áhugamálum, körfubolta og grafískum myndum”

Kristófer Acox – Valur
Áttu þér eitthvað uppáhalds lið í deildinni?

“Ég horfi til margra liða í deildinni og finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með öllum liðunum. Þau lið sem standa mest uppúr hjá mér í dag eru klárlega Keflavík, Stjarnan, Valur og Þór Þorlákshöfn. Mér finnst líka virkilega gaman að fylgjast með ástríðufullum þjálfurum sem leiða liðin sín áfram með tilfinningu eins og Arnar, Finnur og Hjalti gera”

Kristófer Acox – KR
Hverjir eru uppáhalds leikmenn þínir í deildinni núna?

“Úfff þeir eru margir…. En ég get nefnt nokkra. Ég á það til að hoppa uppúr sófanum þegar ég sé Dean Williams spila sína mögnuðu leiki. Kristófer Acox er alvöru player sem gaman er að fylgjast með. Jón Arnór á einnig alltaf stað í körfuboltahjartanu. Dominykas Milka er tröll bæði í sókn og vörn, fátt fallegra en menn sem standa sig báðu megin á vellinum. Svo er Hörður Axel magnaður leiðtogi! Ægir líka, ryksugar allt upp á vellinum á sínum einstaka hraða”

“Tomsick er maður sem fáir stoppa þegar hann er heitur fyrir utan. Svo er Styrmir Þrastar talent sem við eigum eftir að sjá mikið af, augun eru stór á honum þessa dagana. Nýr leikmaður Vals, Jordan Roland er einnig að koma virkilega sterkur inn í deildina með sinn einstaka skotstíl, alltaf ofaní. Eins og ég sagði hér að ofan þá er ég mikill áhugamaður og hef augun á mörgum leikmönnum sem gaman er að fylgjast með, gæti haldið endalaust áfram…en þetta eru klárlega mínir uppáhalds í dag”

Dominykas Milka – Keflavík

Líkt og tekið var fram er hægt að fylgja Róberti bæði á Facebook hér og á Instagram hér.